Fundur með bændum í Holti. Mars 2012
Bændur buðu til fundar í Holti til að ræða við fulltrúa bæjarstjórnar um ýmis mál. Heitasta málið var þó mikil hækkun fasteignagjalda milli ára, vegna tilfærslu bæjaryfirvalda frá vatnsskatti og holræsagjaldi yfir á fasteignaskattinn. Breyting sem kemur illa niður á bændum sem ekki greiða vatns- né holræsagjöld. Ennfremur rætt um fjölmörg önnur mál.