Ég vil gjarnan minna á að nú standa yfir fundahöld á vegum bæjarstjórnar í bæjarkjörnum Ísafjarðarbæjar.
Tilgangur fundarhaldanna er meðal annars sá að kynna bæjarbúum nýjar samþykktir bæjarstjórnar og varða aukið íbúalýðræði og hverfisráð. En í nýjum samþykktum bæjarstjórnar eru stigin ákveðin skref í þá átt að auka möguleika íbúanna á því að krefjast kosninga um ákveðin mál og einnig að samræma samþykktir og stjórnskipulega stöðu núverandi íbúasamtaka eða hverfisráða í kjörnum bæjarins.
Þá er það ekki síður tilgangur fundarhaldanna að skiptast á skoðunum við íbúa sveitarfélagsins, kynna þeim hvað undirbúning að fjárhagsáætlunargerð næsta árs og hvaðeina er varðar samfélagið okkar.
Búið er að halda fundi á Þingeyri og Flateyri. Næsti fundur verður þriðjudaginn 26. október kl.20 á Suðureyri.
Á Ísafirði verður haldinn borgarafundur fimmtudaginn 28. október klukkan 18. og verður í Stjórnsýsluhúsinu.
Síðasti fundurinn í þessari fundarröð verður í Hnífsdal (gamla skólanum) þann 3. nóvember kl. 20.
Miðvikudaginn 27. október verður fundur sveitarstjórnarmanna í gamla Vestfjarðakjördæminu með þingmönnum NV-kjördæmis. Sá fundur verður haldinn á Patreksfirði.
Aðalfundur Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Ísafjarðarbæ verður fimmtudaginn 26. október, í Sjálfstæðishúsinu á Ísafirði og hefst klukkan 20. Gestur fundarins verður Ólöf Nordal varaformaður flokksins.
Aðalfundur Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í NV-kjördæmi verður í Borgarnesi laugardaginn 6. nóvember n.k. Fundarstaður er í húsnæði Menntaskóla Borgarfjarðar. Gestir fundarins verða Bjarni Benediktsson formaður flokksins og Ólöf Nordal varaformaður.
Af þessu má ljóst vera að mikið er að gera í flokks- og bæjarpólitíkinni á næstunni.
Flateyri 25. október 2010
Eiríkur F Greipsson