Í dag var málefnasamningur B og D lista í Ísafjarðarbæ borinn undir þær flokksstofnanir sem ber að gera, Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna annars vegar og Framsóknarfélag Ísafjarðarbæjar hins vegar. Á báðum stöðum var málefnasamningurinn samþykktur.
Næstkomandi föstudag verður haldið til Hesteyrar í Jökulfjörðum og þar verður samningurinn undirritaður. Farið verður frá Sundahöfn klukkan 16.30 og komið heim á milli 22 og 23 um kvöldið. Allir eru velkomnir en eru beðnir um að hafa með sér drykki, mat og meðlæti. Grill verður tendrað á Hesteyri og geta gestir nýtt sér það ef þeir óska.
Fargjaldi verður stillt í hóf. Mikilvægt er að þeir sem vilja koma með tilkynni þátttöku sína til mín (efg567@simnet.is eða í sms 898-5200) til að unnt verði að skipuleggja bátsferðina.
Vonandi áttu kost á að koma með. Bara fjör og enn meira gaman. Gerum góðan bæ betri og göngum af festu til framtíðar.
Eiríkur Finnur Greipsson
oddviti D-listans í Ísafjarðarbæ.