Undanfarið hefur verið unnið að stefnuskrá framboðslista okkar Sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ, fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. En eins og kunnugt er (?), þá fara sveitarstjórnarkosningarnar fram þann 29. maí næstkomandi.
Þriðjudaginn 27. apríl n.k. verður fundur allra frambjóðenda listans í Sjálfstæðishúsinu, þar sem farið verður yfir stefnuskrá listans og atburðadagatal til kjördags. Þar verður meðal annars ákveðið hvenær kosningaskrifstofan okkar verður opnuð, en hún verður í Aðalstrætinu (þar sem hárgreiðslustofa Siggu Þrastar var). Nú fer aukin kraftur að færast í baráttuna og tilhlökkunin fer vaxandi í hópi okkar frambjóðenda. Til gamans læt ég hér fylgja eina mynd af okkur frambjóðendum listans sem skipum sæti 1 - 6. Þú ert velkominn í starfið - VERTU MEÐ Í VINNINGSLIÐINU. Eiríkur Finnur.