Í morgun var ágætur fundur Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Ísafjarðarbæ um bæjarmálin, þar sem Halldór Halldórsson fór yfir og svaraði spurningum fundarmanna um rekstur bæjarsjóðs og undirstofnana ásamt ýmsu öðru.
Dagskrá næstu 10 daga hefur verið ákveðin, vegna undirbúnings fyrir kosningarnar í lok maí n.k. og vil ég eindregið hvetja til góðrar þátttöku í þessum áhugaverðu fundum. Allir fundir eru haldnir í Sjálfstæðishúsinu við Hafnarstræti.
Dagskráin er eftirfarandi:
Vikudagur Klukkan Málefni
Þriðjudagur 13.apr 17.30 Atvinnumál 1. fundur. Framsögur: Kristján G Jóakims (sjávarútv.fiskeldi), Shiran Þóris (VaxVest)
Miðvikudagur 14.apr 20-22 Fundur um málefni aldraðra - Gísli Páll Pálsson framkvæmdastjóri
Föstudagur 16.apr 15.00 Fundur í Valhöll f. frambjóðendur og kosningastjóra
Laugardagur 17.apr 09.00 Fundur í Reykjanesbæ, Flokksráð og frambj. til sveitarstj.
Mánudagur 19.apr 20-22 Samgöngu og fjarskiptamál. Framsaga: Sturla Böðvarsson f.v. ráðherra og forseti Alþingis
Nú „brettum við upp handleggina“ og berjumst til sigurs í vor!