Opinn fundur um málefnaskrá D-listans

D-listinn sendi frá sér svohljóðandi fréttatilkynningu í dag.


Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ bjóða til opins fundar laugardaginn 20. mars n.k., um málefnaskrá flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Fundurinn verður í Orkubúshúsinu í Engidal og hefst klukkan 11 og lýkur um kvöldið með kvöldvöku. Þessi fundur markar upphaf málefnastarfs listans.

Ætlan frambjóðenda D-listans er að boða fleiri til fleiri funda, en þá um einstaka málaflokka. Þannig er meðal annars stefnt að því að halda sérstaka fundi um málefni fatlaðra, þjónustu við aldraða, Evrópumálin og fleira. Þeir sem vilja taka þátt í málefnastarfinu eru hvattir til að koma á laugardaginn, eða ef þeir eiga þess ekki kost að koma í Engidalinn að hafa samband við einhvern á framboðslista flokksins og skrá sig.

Fundurinn á laugardaginn er opinn öllum bæjarbúum sem áhuga hafa á að taka þátt í stefnumótun D-listans fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Létt og lifandi dagskrá allan daginn, sem lýkur með kvöldvöku og heimagerðum skemmtiatriðum.

D-listinní Ísafjarðarbæ













Ýmsir vestfirskir tenglar

Áhugavert

Flokksstarfið

Sveitarfélög





© Eiríkur Finnur Greipsson | Vefsmíði: Styx ehf./Magnús Háv.