Fréttatilkynning frá Kjörnefnd Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Ísafjarðarbæ
Tíu frambjóðendur gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ, sem fram fer laugardaginn 13. febrúar n.k. Framboðsfrestur rann út á föstudag. Frambjóðendur eru eftirfarandi:
Margrét Halldórsdóttir, íþrótta- og tómstundafulltrúi
Ingólfur Þorleifsson, vélstjóri og varabæjarfulltrúi
Guðný Stefanía Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi og íþróttakennari
Hlynur Kristjánsson, húsasmiður
Eiríkur Finnur Greipsson, framkvæmdastjóri
Steinþór Bragason, tæknifræðingur og ráðgjafi
Gísli H. Halldórsson, bæjarfulltrúi og fjármálastjóri
Kristín Hálfdánsdóttir, rekstrarstjóri
Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, sagnfræðingur
Guðjón Már Þorsteinsson, öryrki og stjórnarmaður í KKÍ
Í prófkjörinu skal kjósa 6 frambjóðendur, hvorki fleiri né færri. Þátttaka í prófkjörinu er heimil öllum fullgildum meðlimum sjálfstæðisfélaganna í Ísafjarðarbæ sem þar eru búsettir. Einnig er þátttaka heimil stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins, sem eiga munu kosningarrétt í Ísafjarðarbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor og undirritað hafa inntökubeiðni í sjálfstæðisfélag í Ísafjarðarbæ fyrir lok prófkjörfundar.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst að morgni fimmtudagsins 28 janúar og stendur til kl. 18 föstudaginn 12. febrúar. Þeim, sem óska eftir að kjósa utan kjörfundar fram til 1. febrúar, er bent á að hafa samband við formann kjörnefndar. Frá og með 1. febrúar verður kosið utankjörfundar á skrifstofu flokksins að Hafnarstræti 12 á Ísafirði milli kl 16 og 18 alla daga vikunnar.
Frá og með 3. febrúar verður einnig hægt að kjósa utan kjörfundar í Valhöll, skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, alla virka daga milli 9 og 17. Nánari upplýsingar veitir Óðinn Gestsson, formaður kjörnefndar, í síma 892-2482 eða odinn@icelandicsaga.is.