Ljóð frá Haraldi Þ Jónssyni.

Eftirfarandi ljóð barst mér í pósti frá manni sem ég þekki engin deili á. Bréfið sem fylgdi ljóði hans má nálgast með krækjunni sem er fyrir neðan ljóðlínurnar:

 

Huggunarljóð

Því fagrar liljur fölna skjótt
og fella blöð að grund
þá nöpur dauðans dimma nótt
er dapurleikans stund
en vonir glæðast vetrarhríð
mun vorsól ylja heit
og blómin aftur birtast fríð
þá bráðnar snær um sveit.

Og ljósin fögur lifna á ný
á landi eilífðar
þar blikar sunna björt og hlý
og breiðir geislafar
um himinboga stjörnum stráð
en storma lægir brátt
svo dásamleg er drottins náð
á dýrðarhimni hátt.

En þegar aftur lauf í lund
og leysast vetrarbönd
þá ástvinir við endurfund
sjá eilíf sólarlönd.
Þar sorg er engin sæla ein
en sumarbirtan heið
svo blærinn ljúfur bærir grein
og blómstrar rós á með.

Við sorgarstund og tregatár
ei tíminn stöðvast má
því aftur græðast öll vor sár
og einnig þornar brá.
Ef guði er treyst en allt hans orð
er endurlausn og náð
þá ætíð við hans blessað borð
mun bætast allt vort ráð.

Höf: Haraldur Þór Jónsson, Hábergi 7, Reykjavík, sent EFG í kjölfar snjóflóðsins 1995. Líklega í nóvember 1995.
 

  Bréf Haraldar













Ýmsir vestfirskir tenglar

Áhugavert

Flokksstarfið

Sveitarfélög





© Eiríkur Finnur Greipsson | Vefsmíði: Styx ehf./Magnús Háv.