F÷rgun sorps

Grein Kristínar Hálfdánsdóttur rekstrarstjóra sem skipar 4. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ er um "FÖRGUN SORPS"  og birtist á bb.is þann 17. maí er hér

 

Einnig má lesa greinina hér:


Förgun sorps

Umhverfis- og skipulagsmál eru mikilvægir málaflokkar í hverju sveitarfélagi og er Ísafjarðarbær þar ekki undanskilinn. Eitt stærsta málið á þessu sviði er sorphirða frá íbúum og fyrirtækjum og eyðing þess sem framkvæmd hefur við með brennslu í Funa. Ísafjarðarbær hefur látið gera skýrslur og úttektir með framtíðarlausnum í sorpmálum Ísafjarðarbæjar þar sem settir eru fram tveir valkostir, leið I að endurbyggja Funa sem sorpbrennslu eða fara leið II sem er flokkun – böggun - flutningur og jarðgerð. Fyrri kosturinn kallar á miklar fjárfestingar við uppbyggingu verksmiðjunar en sá seinni á gjörbreytta aðferð við sorphirðu og eyðingu.

Starfsemi Funa hefur valdið miklum vonbrigðum miðað við það sem lagt var upp með og á lygnum dögum liggur mengunarský yfir Engidal og breiðist síðan oft um Skutulsfjörðinn,íbúum og gestum til armæðu. Á sínum tíma var okkur var sagt að enginn reykur kæmi úr Funa og upp um strompinn kæmi nánast betra loft en tekið væri inn. Í dag er umræðan sú að með nýjum ofni og hreinsibúnaði hverfi öll mengun og Engidalurinn verði bjartur sem heiðarból á sólríkum degi, en sporin hræða í þeim efnum.   

Ásamt umhverfissjónarmiðum þarf að líta til kostnaðar við sorpeyðingu sveitarfélagsins. Í fjárhagsáætlun þessa árs er gert ráð fyrir að Ísafjarðarbær þurfi að greiða 20 milljónir með rekstri Funa, og þá er ótalinn sá kostnaður sem leggst á bæjarbúa í formi sorpeyðingagjalds.  Funi hefur séð um eyðingu fyrir önnur sveitafélög en nú eru blikur á lofti hvað það varðar, sem gæti enn aukið á kostnað íbúa Ísafjarðarbæjar.  En er hægt að losna við mengunarskýið frá Funa og spara okkur peninga í leiðinni?  Leið sem er ekki bara hagkvæmari heldur umhverfisvænni framtíðarlausn og fellur betur að þeirri stefnumótun sem almennt gerist í þessum málum annars staðar?

Mikil þróun hefur verið í sorphirðumálum á undanförnum árum og er svo komið að í dag er litið á endurvinnslu sorps sem framleiðsluiðnað þar sem tölverður hluti þess er seldur sem hráefni til endurvinnslu.  Sá hluti ber endurvinnslugjald sem greiddur er út við endurnýtingu, ásamt tilleggi við niðurgreiðslu og jöfnunar á flutningskostnað.   

Aukin þekking og umhverfisvitund fylgir þessum nýju áherslum svo og nýsköpun með nýrri framleiðslu. Má þar nefna útflutning á pappa, plasti, járni og framleiðslu úr gleri. Lífræna sorpið er notað í moltugerð þar sem notuð er sérstök tækni sem flýtir því ferli mikið og engin lykt eða mengun fylgir starfseminni.  Moltublanda er lífrænn jarðvegsbætir sem notið hefur mikilla vinsælda og inniheldur moltu og mómold og er talin fyrirtaks jarðvegsblanda fyrir gróðurmold.

Ágætu íbúar Ísafjarðarbæjar.  Ég gef kost á mér í fjórða sætið á lista Sjálfstæðismanna í komandi sveitarstjórnarkosningum.  Ég vil horfa á kostnað en ekki síður umhverfið þegar ákvarðanir eru teknar í stórum málum eins og sorphirðu og eyðingu.  Ég vil leggja mig alla fram um að taka vandaðar ákvarðanir íbúum bæjarins til heilla.  Ég hvet þig til að kjósa D-listann í komandi kosningum og tryggja þannig vandaðar ákvarðanir fyrir samfélagið okkar.

 

Kristín Hálfdánsdóttir

Ţmsir vestfirskir tenglar

┴hugavert

Flokksstarfi­

SveitarfÚl÷g

© EirÝkur Finnur Greipsson | VefsmÝ­i: Styx ehf./Magn˙s Hßv.