Glæsilegt prófkjör og niðurstöður

Hér má sjá niðurstöður glæsilegs prófkjörs okkar Sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ.

 

Ég þakka af öllu hjarta, þeim fjölmörgu sem að studdu mig í þessu prófkjöri. Von mín er að þátttakan verði til þess að árangur Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ verði glæsilegur í sumar. Allir þeir sem gáfu kost á sér í prófkjörinu eru glæsilegir fulltrúar okkar frábæra samfélags og trú mín er að þeir muni allir reynast verðugir fulltrúar í bæjarstjórn næsta kjörtímabil.

 

Fréttin á www.bb.is:

 

Eiríkur Finnur sigraði

Eiríkur Finnur Greipsson, framkvæmdastjóri TH ehf., á Ísafirði sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ, sem fram fór í gær. Hann fékk 479 atkvæði í 1. sæti. Gísli Halldór Halldórsson, fjármálstjóri MÍ og bæjarfulltrúi, varð annar með 275 atkvæði í 1.-2. sæti og Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, sagnfræðingur, varð þriðja með 356 atkvæði í 1.-3. sæti. Kristín Hálfdánsdóttir varð í fjórða sæti með 380 atkvæði í 1.-4. sæti, Margrét Halldórsdóttir, hafnaði í fimmta sæti með 469 atkvæði í 1.-5. sæti og Guðný Stefanía Stefánsdóttir varð í sjötta sæti með 546 atkvæði í 1.- 6. sæti. 

Á kjörskrá voru 992 manns og greiddu 820 atkvæði. Kjörsókn var því 82,6%, sem verður að teljast mjög góð. Gild atkvæði voru 791 og ógild voru 29.  













Ýmsir vestfirskir tenglar

Áhugavert

Flokksstarfið

Sveitarfélög





© Eiríkur Finnur Greipsson | Vefsmíði: Styx ehf./Magnús Háv.