Prófkjör 13. febrúar 2010


Ég gef kost á mér í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ sem fram fer þann 13. febrúar n.k.
 
Ég vil hvetja alla stuðningsmenn framboðslista sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ að taka þátt í prófkjörinu sem framundan er og tryggja þannig sterkan hóp að baki framboðslistans. Fylkjum okkur á bakvið öflugan og samhentan lista sem gengur vasklega til sveitastjórnarkosninganna í maí.
 
Þátttaka í stjórnmálum er ekki eins manns verkefni heldur samvinna og samstarf við alla íbúa um það hvernig við öll getum í sameiningu bætt samfélagið okkar, aukið lífsgæðin og búið í haginn fyrir næstu kynslóðir.  Ég er reiðubúinn að leggja mitt af mörkum í þeirri vinnu sem framundan er.
 
Allir þeir sem vilja styðja mig í þeirri viðleitni og leggja þeirri vinnu minni lið eru innilega velkomnir að hafa samband. Áhugasömum er einnig bent á að senda mér fyrirspurn um hvaðeina það í okkar samfélagi sem brennur þeim á hjarta.
 
Netfang: eirikur@tre.is // efg567@simnet.is
Sími: 456-7779 // GSM 898-5200
 
 
Fjármál prófkjörsins

 

Hádegisverðurinn er aldrei ókeypis var eitt sinn sagt. Þá á jafnframt við um þátttöku í prófkjöri.
 
Ekki er ráðgert að kostnaðurinn af prófkjörinu verði meiri en 500 þús. kr. Kostnaðinn mun ég sjálfur bera ásamt því að styðjast við framlög frá stuðningsmönnum. Ekki verður tekið á móti framlögum frá lögaðilum.
 
Uppgjör á lykiltölum prófkjörsins verður birt að prófkjörinu loknu.
 
Þeim sem vilja leggja prófkjörinu lið með fjárframlögum er bent á að hafa samband við Teit Björn Einarsson, kosningastjóra, í síma 860-4971 eða með tölvupósti á netfangið teiturbjorn@gmail.com og er þeim þökkuð aðstoðin.

 

Með virðingu og vinsemd

Flateyri 14. janúar 2010

Eiríkur Finnur Greipsson

 













Ýmsir vestfirskir tenglar

Áhugavert

Flokksstarfið

Sveitarfélög





© Eiríkur Finnur Greipsson | Vefsmíði: Styx ehf./Magnús Háv.