Uppgjöri er lokið á kostnaði og fjármögnun prófkjörsbaráttu minnar. Niðurstaða þess uppgjörs er að kostnaðurinn hafi verið undir 300 þús. kr. og enginn stuðningsaðili greiddi mér styrk yfir viðmiðunarmörkum, sem eru 100þús. kr.
Samkvæmt gildandi reglum hef ég tilkynnt Ríkisendurskoðun um þessa niðurstöðu.
Eiríkur F Greipsson
Hér má sjá niðurstöður glæsilegs prófkjörs okkar Sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ.
Ég þakka af öllu hjarta, þeim fjölmörgu sem að studdu mig í þessu prófkjöri. Von mín er að þátttakan verði til þess að árangur Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ verði glæsilegur í sumar. Allir þeir sem gáfu kost á sér í prófkjörinu eru glæsilegir fulltrúar okkar frábæra samfélags og trú mín er að þeir muni allir reynast verðugir fulltrúar í bæjarstjórn næsta ...
Ég gef kost á mér í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ sem fram fer þann 13. febrúar n.k.
Ég vil hvetja alla stuðningsmenn framboðslista sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ að taka þátt í prófkjörinu sem framundan er og tryggja þannig sterkan hóp að baki framboðslistans. Fylkjum okkur á bakvið öflugan og samhentan lista sem gengur vasklega til sveitastjórnarkosninganna í maí.
Þátttaka í stjórnmálum er ekki eins manns verkefni heldur samvinna og samstarf við alla íbúa um það hvernig við öll getum í sameiningu bætt samfélagið okkar, aukið ...
Sjálfstæðisflokkurinn í Ísafjarðarbæ.
Reglur sem viðhafa ber við prófkjör vegna framboðs fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 29. maí 2010.
1. gr.
Þann 13. febrúar 2010 skal haldið prófkjör vegna framboðs sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ til bæjarstjórnarkosninga þann 29. maí 2010.
2. gr.
Þátttaka í prófkjörinu er heimil öllum fullgildum meðlimum sjálfstæðisfélaganna í Ísafjarðarbæ, sem þar eru búsettir og náð hafa 16 ára aldri prófkjörsdaginn. Enginn getur farið með nema eitt atkvæði í prófkjörinu, ...