Inn að beini!

Ég heiti Eiríkur Finnur Greipsson, og er fæddur árið 1953 á Flateyri.

Eiginkona mín er Guðlaug Auðunsdóttir f. 1956 í Reykjavík. Synir okkar eru: Auðunn Gunnar - maki Fanney Finnsdóttir, Grétar Örn - maki Róslaug Guðrún Agnarsdóttir og  Smári Snær - maki Telma Gestsdóttir Sörensen. Við eigum 5 barnabörn. Við bjuggum á Flateyri frá árinu 1979 til vors 2013, að við fluttum til Reykjavíkur, þar sem við eigum heima nú.

 

Foreldar: Greipur Þorbergur Guðbjartsson kaupmaður á Flateyri, d. 1996 og Guðfinna Petrína Hinriksdóttir d. 2009. Systkini: Guðrún, Hinrik og Guðbjartur Kristján
Foreldrar maka: Auðunn Gunnar Guðmundsson plötu- og ketilsmiður d. 1980 og Ester Kratsch húsmóðir d. 2008. Systkini maka: Auður Larsen, Þorbjörg Gréta og Guðmundur

 

Ég útskrifaðist með B.Sc. gráðu i byggingartæknifræði frá Tækniskóla Íslands árið1980.

 

Starfsferill

 

Verkefnastjóri hjá Novus fasteignafélagi slhf. frá byrjun ágúst 2013 til áramóta 2013/14.

 

Fjármálastjóri hjá Arctic Odda ehf. og Dýrfiski ehf. frá 20. janúar 2012 til 31. mars 2013.

 

Skrifstofumaður hjá KNH ehf. frá október 2010 til janúar 2012.

Framkvæmdastjóri trésmíðaverkstæðisins TH ehf. á Ísafirði og Akranesi, frá 1.1. 2009 til 31. maí 2010.

Sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Önundarfjarðar sept. 1996, og eftir sameiningu þess sjóðs við aðra sjóði 2001 var ég aðstoðarsparisjóðsstjóri Sparisjóðs Vestfirðinga til 2008.

Framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 1.4. 1995, til september 1996

Árið 1983 var ég ráðinn aðstoðarmaður framkvæmdastjóra hraðfrystihússins Hjálms hf. á Flateyri, vann þar til ársins 1994 og sem framkvæmdastjóri síðustu árin.

Ég vann fjölbreytt störf fram til ársins 1983, s.s. verkstjóri hjá Flateyrarhreppi 1978 til 1981 og byggingarfulltrúi 1980 til 1985 (hlutastarf). Leiðbeinandi við Grunnskólann Flateyri og í hlutastarfi hjá Tækniþjónustu Vestfjarða við hönnunarstörf. 
Hóf vinnu 10 ára gamall í verslun föður míns á Flateyri, sumarstörf við fiskvinnslu frá 13 ára aldri og síðan ýmist við fiskvinnslu eða byggingarstörf.

 

Önnur störf (þar með talin félagsstörf):

 
Framkvæmdastjóri Hvetjanda hf. eignarhaldsfélags og í stjórnum á vegum þess félags þann tíma. Framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins Vagninn ehf. Sat í stjórn Eyraeldis ehf., fjárfestingarfélags í eigu sparisjóðsins og í varastjórn Teris hf. (tölvumiðstöð sparisjóðanna).
 
Umboðsmaður fyrir Sjóvá-Almennar tryggingar í Önundarfirði. Fréttaritari Morgunblaðsins í 6 ár. Ábyrgðarmaður og síðar stofnfjáreigandi í Sparisjóði Önundarfjarðar. Stofnfjáreigandi í Sparisjóðnum í Keflavík eftir sameiningu við SPVF.
 
Formaður Sjálfstæðisfélags Önundarfjarðar 1979-1995 og aftur frá 2001. Félagi í Lionsklúbbi Önundarfjarðar í nokkur ár. Meðhjálpari í Flateyrarkirkju í nokkur ár. Félagi í Tæknifræðingafélagi Íslands frá 1981. Félagi í Rótarýklúbbi Ísafjarðar frá 1996. Í frímúrarastúkunni Njálu Ísafirði frá 1985. Í stjórn Minjasjóðs Önundarfjarðar frá 1996 til 2004.
 
Í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar frá 2010, formaður bæjarráðs og formaður "nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis." Í hreppsnefnd Flateyrarhrepps 1982 - 1995, þar af sem oddviti 1982 – 1986 og frá 1990 – júlí 1995 (sagði mig úr hreppsnefnd, vegna framkvæmdastjórastarfs hjá Fjórðungssambandi Vestfirðinga). Í ýmsum nefndum á vegum sveitarfélagsins á þessu tímabili, m.a. fulltrúi í sameiningarnefnd sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum, á þingum Fjórðungssambands Vestfirðinga, landsþingum Sambands ísl. sveitarfélaga, aðalfundum Orkubús Vestfjarða o.fl. Í varastjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 1990-1994.
 
Formaður stjórnar Orkubús Vestfjarða frá 1988 til 1996. Í stjórn Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði í 4 ár. Í stjórn Skipaútgerðar ríkisins í 4 ár. Fulltrúi í ýmsum nefndum og starfshópum á vegum ríkis og samtaka sveitarfélaga, svo sem í “Jarðganganefnd 1990,” í starfshópi um “Umhverfismál, iðnþróun og orkumál” 1993 - 1994 og í stjórnskipaðri nefnd 1994 um endurskoðun laga um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum.
 
Formaður Hrafnseyrarnefndar frá maí 1997 til ársloka 2011 er nefndin var lögð niður að eigin frumkvæði. Frá 17. júní 2007 í nefnd forsætisráðuneytisins sem vann að tillögum um hátíðarhöld vegna 200 ára afmælis Jóns Sigurðssonar forseta árið 2011. Nefndin lét af störfum í lok árs 2011.












Ýmsir vestfirskir tenglar

Áhugavert

Flokksstarfið

Sveitarfélög





© Eiríkur Finnur Greipsson | Vefsmíði: Styx ehf./Magnús Háv.